Bruce Willis virðist vera eins og gott rauðvín og verður bara betra með aldrinum. Willis er í viðtali við tímaritið GQ og einnig í töffaralegum myndaþætti fyrir viðtalið.
Bruce hefur aldrei fengið Óskarsverðlaunin þrátt fyrir langa leiklistarsögu og ýmsar stórmyndir.
Hann áttar sig alveg á því að gamanmyndir og hasarmyndir þar sem að fólk er skotið nánast á hverri mínútu veita honum ekki verðlaunatilnefningar eða Óskarinn. Hann segir að maður þurfi að velja sér rétta hlutverkið til þess að eiga möguleika á því. Dramatísk hlutverk þar sem að þú ert virkilega að sýna magnaðan leik eða leikur af mikilli innlifun séu hlutverkin sem færa þér styttuna góðu, Willis segir að sér finnist einfaldlega gaman að leika í hasarmyndum og sé því lítið að stressa sig á einhverjum gullstyttum.
Bruce segir að hann vilji gjarnan fara aftur á leiksviðið það sé mun viðráðanlegri vinna heldur en að leika í kvikmynd, þú mætir bara og leikur í leikritinu en ert ekki fastur á tökustað í marga mánuði og klukkutíma á dag.
Herra Willis hefur verið orðaður við pólitík en hann er þekktur fyrir það að vera með munninn fyrir neðan nefið og segir að hann geti alveg hugsað sér að fara í pólitík á einhverju stigi en þó ekki eitthvað of stórt. Kannski bara smábæjarpólitík þar sem að hann reyni að hjálpa einhverjum án þess að klúðra því algjörlega!
Bruce stamaði mikið í æsku og gekk svo langt að halda að hann væri fatlaður vegna þess að stamið var orðið óveljulega mikið.
Þegar hann var í framhaldskóla fór hann í leiklistina og lék á sviði en þar þurfti hann að læra línurnar sínar utanað og hann segir að það hafi hjálpað honum talsvert og smám saman minnkaði stamið og hvarf nánast alveg með hjálp leiklistarinnar, hann viðurkennir þó að hann stami stundum í kringum fólk, sérstaklega þegar hann er stressaður.
Hvern hefði grunað það?!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig