Kardashian stjúpinn Bruce Jenner hefur nú hafið nýtt líf sem kona og sýnir dýrðina framan á næsta hefti Vanity Fair.
Það er stjörnuljósmyndarinn Anne Leibowich sem myndaði Caitlyn fyrir 22 síðna myndaþátt og viðtal í blaðinu en þar segir daman alla sólarsöguna af endurfæðingu sinni sem konu og hvernig það var að vera í röngum líkama eins og það kallast.
Í viðtalinu segir hún einnig meðal annars frá vonbrigðum sínum þegar Jenner dæturnar ákváðu að koma ekki fram í raunveruleikaþætti sem Caitlyn ætlar að halda úti á E! stöðinni í sumar. Hún segist líka tilbúin að mæta neikvæðri gagnrýni þar sem fólk á eflaust eftir að halda því fram að hún sé bara að gera þetta fyrir peningana.
„Ég er ekki að gera þetta til að fá peninga. Ég er að gera þetta til að bjarga eigin sálarlífi og annara. Ef ég græði eitthvað á því í leiðinni þá er það fínt, ég er ekki heimsk. Ég þarf að borga af húsinu mínu og allt það. Ég á aldrei eftir að afsaka mig fyrir þetta. Maður fer ekki út og lætur breyta um kyn fyrir sjónvarpsþátt. O.K. það er ekki að fara að gerast.”
Pjattinu sýnist þessi aðgerð hafa heppnast nokkuð vel. Caitlyn er ekki ósvipuð Jessicu Lange og þá er ekki leiðum að líkjast. Nú er að sjá hvernig henni vegnar í nýja lífinu. Það verður stillt á E í sumar.
Meira úr þessu forvitnilega viðtali má lesa hér.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.