Bruce Jenner gekkst undir aðgerð í vikunni en hann greindist með húðkrabba á nefinu.
Tekið hafði verið eftir því að Kardashian pabbinn var með miklar umbúðir á andlitinu og fólk furðaði sig á hvað þetta gæti verið en í dag greinir slúðurvefurinn tmz frá því að Bruce hafi semsagt greinst með húðkrabba.
Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn því snemma á síðasta ári þurfti að sauma í andliti hans eftir að búið var að skera burtu sortubletti. Þá var hann varaður við og beðinn að nota sterkari sólarvarnir en Bruce eyðir miklum tíma í að spila golf.
Að sögn TMZ þurfti að sauma heil 30 spor á nefinu hjá aumingjans manninum sem mun líklegast skilja eftir sig heljarinnar ör.
Enn og aftur erum við minnt á nauðsyn þess að nota sólarvörn og forðast að liggja í ljósabekkjum eða stunda sólböðin grimmt. Berum á okkur sjálfar, börnin og karlana því þessi tegund húðkrabba verður æ algengari.
Bíbí er slúðurdrottning sem elskar góðar sögur. Hún veit hvað er að gerast í Hollywood, á Akureyri og í 101 og auðvitað deilir hún því með okkur. Bíbí er oft fyrst með fréttirnar og hefur skoðun á flestu. Í stuttu máli er Bíbí heimsborgari á gylltum hælum sem mætir í öll bestu partýin og fær sér kirsuber og kakó í morgunmat – alla daga ársins. Bíbí er sporðdreki.