Liggur þú í þýddum ástarsögum, Ísfólkinu eða Hringadróttinssögu og stefnir á að gifta þig í framtíðinni? Þá er Gothic Wedding Dresses sannarlega netverslun fyrir þig!
Dramatískir kjólar með Jane Austin yfirbragði, já eða Shakespeare ef þú vilt. Til hvers að fara hefðbundnu leiðina þegar allt er í boði? Auðvitað á brúðkaup að vera algjörlega eftir höfði brúðhjónanna og ef þið eruð bæði sérlega mikið fyrir gamla tímann þá er um að gera að lifa sig inn í hann enda er hjónavígsla með því skemmtilegasta sem fólk gerir.
Hér geturðu fengið kjóla í öllum litum sem er kannski ekki svo galið því hvíti litur brúðarkjólsins á að tákna sakleysi hinnar óspilltu meyjar. Ætli það séu margar stelpurnar hér á Íslandi sem gifta sig „óspilltar“? Held ekki. Þá er lag að skoða rauðan, fjólubláan eða svartan… (fyrir lengra komna).
Skemmtilegt

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.