Bronies, The extremely unexpected fans of my little Pony!
Ég rakst á þessa frábæru heimildarmynd á Netflix um daginn en hún gjörsamlega átti hug minn allann meðan ég horfði, og lengi á eftir.
Myndin segir frá risastórum hópi karlmanna sem kolféllu fyrir þáttaseríunni “My Little Pony: Friendship Is Magic”.
Nýja pony þáttaserían sem kom út árið 2010 er betrumbætt útgáfa af gömlu góðu 80’s Pony þáttunum en boðskapur þáttanna er frábær og einstaklega vel gerður og skilur eftir sig afar góð áhrif á áhorfandan.
Þeir karlmenn sem rætt var við í myndinni voru á aldrinum 13-35 og höfðu flestir það sama að segja um þættina og afhverju þeir hefðu gaman að þeim.
Þeir játtu allir að þeim líði sérlega vel á meðan þeir voru að horfa á þættina og eftir hvern þátt þá fundu þeir fyrir gleði og vildu gott gera fyrir náungann. Þetta gerist auðvitað ekki mikið betra.
Út frá þessu pony æði hafa þessir svokölluðu Bronies gert margt gott fyrr náungann. Hópurinn hefur meðal annars staðið að fjáröflun fyrir krabbameinsveika og aðra sem hafa átt sárt um að binda.
Það er mera segja eitthvað um Brony félaga í bandaríska hernum. Þeir hafa komið saman á svokölluðum “BronyCons” sem eru eins og teiknimyndasögu hátíðir/helgar þar sem áhugafólk um teiknimyndarsögur kemur saman og deilir áhuga sínum á ofurhugum og stórhetjum myndsagna.
Kærleikur, vinátta og virðing
Eftir að hafa séð þessa frábæru heimildarmynd um risastóran hóp af fólki bæði konum og körlum sem elska My Little Pony, ákvað ég að kíkja aðeins á þessa litríku þætti.
Ég verð að segja að ég skil fullkomnlega hvað það er sem þessi hópur af fólki sér í þessum ofurkrúttlegu pony hestum.
Þeir smita útfrá sér jákvæðni og kærleika og hvort sem þú er 5 ára, 25 eða 40 ára ættiru að getað séð eitthvað gott og fallegt við þessa krúttlegu pony hesta.
Að mínu mati ættu allir að horfa reglulega á teiknimyndir, þær eru algjör snilld.
Það er sorglegt þegar fullorðið fólk hefur tapað algjörlega sínu innra barni og segist ekki nenna að horfa á teiknimyndir og segja þær vera einungis fyrir börn. Fullorðið fólk hefur alveg jafn gott að því að gleyma sér af og til yfir góðu skrípói eins og börnin.
Ég mæli eindregið með því að horfa á þessa heimildarmynd og taka til sín smá lærdóm um umburðarlyndi. Að bera virðingu fyrir öðrum og fyrir því hvernig fólk kýs að vera og lifa eigin lífi án þess að vera sífellt að dæma það eftir útliti og áhugamálum þeirra.
Við erum öll skrítin á okkar eigin hátt hvort sem við kjósum að sýna það eða fela.
Ég fann þessi fallegu skilaboð á netinu frá einum Brony til annarra félaga að þakka fyrir stuðning og hjálp sem hann fékk frá öðrum Bronies í erfiðum aðstæðum.
Hér er hægt að sjá sýnishorn úr myndinni Bronies: The Extremly unexpected Adult fans of My Little Pony
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=ohnuyqJyEW0[/youtube]
“Always be yourself, unless you can be a unicorn then always be a unicorn”
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.