Andartakið á myndinni hér fyrir neðan er eflaust með þeim eftirminnilegustu sem hafa verið fest á filmu í Hollywood en nú hefur Sophia Loren loksins sagt frá því hvað hún var að hugsa þegar hún skáskaut augunum á barm leikkonunnar Jayne Mansfield.
Leikkonan ítalska gaf nýlega út ævisögu sína sem hún titlar: Gærdagurinn, dagurinn í dag, morgundagurinn, – Líf mitt.
Í henni segir hún frá þessu ógleymanlega kvöldi árið 1957 í Beverly Hills þar sem hún var aðeins 22 ára en veislan var haldin af kvikmyndaveri til að bjóða Sophiu velkomna til Hollywood. Sophia hafði þá nýlokið við að leika í sinni fyrstu Hollywoodmynd.
Jane Mansfield, sem átti stutt í 24 ára afmælið sitt, mætti seint til veislunnar með aflituðu lokkana sína í ákaflega flegnum kjól.
“Hún gekk beint að borðinu mínu og vissi vel að allir væru að horfa,” sagði Sophia í viðtali við Entertainment Weekly. “Svo fékk hún sér sæti… og var næstum því bara… Á hvað er ég að horfa? Jú, ég stari þarna á geirvörtuna á henni af því ég var bara hrædd um að brjóstin myndu hellast yfir diskinn minn. Þú sérð á myndinni að ég er óttasleginn. Ég var hreinlega bara hrædd um að kjóllinn hennar myndi springa –BÚMM!– og herlegheitin sturtast yfir borðið.”
Sophia rifjar atvikið upp í ævisögunni:
Svo mætti Jayne Mansfield. Gestirnir viku sér til hliðar svo að hún kæmist í gegn en hún stefndi beint að borðinu mínu. Hún hallaði aðeins fram, ruggaði á háu hælunum, eflaust ekki alveg edrú en það var eitthvað hrokafullt við fas hennar og hrokinn jókst með hverju skrefi. Hún var vel meðvituð um athyglina sem hún vakti og hvernig gat fólk leitt þessa brjóstaskoru, sem var mjög svo gjöful, hjá sér?Þetta var eins og hún væri að segja “Hér kemur Jayne Mansfield. Ljóshærða Bomban!” Svo settist hún hjá mér og byrjaði að tala en það var bara eins og eldgos færi í gang. Eftir því sem hún varð æstari í frásagnargleðinni tók ég allt í einu eftir því að annað brjóstið á henni var komið yfir diskinn minn og einhver mjög snöggur blaðaljósmyndari náði að smella af. Myndin varð heimsfræg, barst eins og eldur um sinu en ég neitaði alltaf að gefa eiginhandaráritun á þessa mynd. Það voru allskonar neikvæðar hliðar á glysborginni. Hliðar sem ég vildi aldrei hafa neitt að gera með.
Svo skrifar Sophia í ævisögu sína, nú 57 árum síðar.
Þá er gaman að geta þess að leikkonan Jayne Mansfield var mikið gáfumenni, með greindarvísitölu upp á 163. Hún talaði fimm tungumál reiprennandi og var oft kölluð The Smartest Dumb Blond í bransanum. Lestu meira um hana HÉR.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.