TÆKNI: Breyttu Facebook, og öðru efni á netinu, í þitt persónulega tímarit

TÆKNI: Breyttu Facebook, og öðru efni á netinu, í þitt persónulega tímarit

Screen Shot 2015-08-26 at 15.12.17

Finnst þér gaman að lesa tímarit en ert samt alltaf hangandi á netinu? Það er til flott ráð við því! Flipboard breytir Facebook, Twitter og öllu hinu í þitt persónulega tímarit, fullu af efni sem þú velur sjálf og finnst skemmtilegt.

Margir sem nota Flipboard í fyrsta sinn komast að því að heimasíða Facebook er bara hundleiðinleg!

Þar er fullt af auglýsingum og hinu þessu sem er bara að trufla þegar maður í raun og veru vill bara skoða hvað vinir manns hafa verið að segja, gera og deila.

Flipboard viðmótið er líka virkilega fallegt og lítur út alveg eins og alvöru tímarit: Þitt persónulega tímarit, bara með efni sem þér finnst skemmtilegt! Frábært!

Og best af öllu? Flipboard er ókeypis. Mundu bara að setja www.pjatt.is í tímaritið þitt! Af því við erum skemmtilegastar 😉

[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=X5kbuB_YIIg[/youtube]

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest