Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því þessar myndir voru teknar en segja má að fegurðarstaðlarnir hafi breyst svo um munar.
Ég fann þessar frábæru myndir af keppendum ungfrú alheims og ungfrú USA frá 1952.
Mér þótti gaman að sjá allar þessar fallegu konur og sundfatnaðinn sem þær eru í. Svo tók ég einnig eftir áhugaverðum augngotum. Tatku eftir hvernig þær kíkja stundum hver á aðra.
Fegurðarsamkeppnir hafa verið umdeildar undanfarin ár og margar konur (og einhverjir menn) á móti svona viðburðum þar sem sett er mælistika á fegurð og líkamlegt holdafar en þá sálma ætla ég ekki að ræða hér. Þessar myndir koma frá myndasafni LIFE tímaritsins en það var ljósmyndarinn George Silk sem náði þessum myndum bakvið tjöldin af fallegustu konum heims árið 1952.
Keppnin var haldin í bænum Long Beach í Kaliforníu
Frænkur okkar í Svíþjóð
Gaman að sjá hvað Ungfrú Filippseyjar er með skemmtileg svipbrigði á mörgum af þessum myndum
Ungfrú Indland, Indrani Rahman. Var klassískur indverskur dansari sem varð vinsæll í vestrinu. Hún flutti síðar til New York.
Ungfrú Hong Kong, Judy Dan gerði samning við Universal og lék lítið hlutverk í kvikmyndinni The King and I.
Væri sko alveg til í einn svona sunbol takk! Finnst hann rosalega lekker! 🙂
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.