Þann 14. júní eða föstudaginn eftir viku verður snilldarviðburður í Hörpunni en þá mæta hingað heimsmeistarar í breikdansi til að sýna listir sínar við undirleik klassískrar tónlistar.
Í Red Bull Flying Bach sannar goðsagnakenndi breikdanshópurinn Flying Steps og óperustjórnandinn Christoph Hagel hversu vel breikdans og barokktónlist þýska tónskáldsins J. S. Bachs eiga saman. Sjáið kröftugan breikdans knúinn áfram af taktföstum píanóhljómum Bachs.
Fullkomin blanda andstæðna!
Í Red Bull Flying Bach mætast klassísk tónlist og breikdans í stórkostlegri sýningu sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarin tvö ár.
Red Bull Flying Bach hefur hrifið gagnrýnendur og áhorfendur fyrir fullum dyrum í glæsilegustu sýningarhöllum heims og munu þeir koma fram í Eldborgarsal Hörpu.
Frá því Flying Steps tók til starfa árið 1993 hafa þeir fjórum sinnum orðið heimsmeistarar í breikdansi. Það er ekki að ástæðulausu að ávallt er uppselt á sýningar þeirra og á einni sýningunni seldust allir miðar á innan við 50 mínútum. Nú munu þessir einstöku listamenn loksins heimsækja Ísland og verða í Hörpu þann 14. Júní næstkomandi og þú færð miðana HÉR á MIÐA.IS.
Hér má svo sjá brot úr atriðinu en Flying Steps komu fram á Eurovision sem fór fram í Düsseldorf 2011.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qwMw5gYncGE[/youtube]
Þessi stórbrotna uppfærsla var langþráður draumur meðlima Flying Steps. Red Bull veitti þeim vængi til að láta þetta verða að veruleika og kóróna þar með 10 ára vináttu þeirra og samstarf.
„Í fyrri tilraunum við að tengja saman klassíska tónlist og breikdans var tónlistin eingöngu notuð sem undirspil. Í Red Bull Flying Bach þá erum við ekki aðeins að flytja dansverk heldur einnig að myndgera og endurlífga Vel tempraða hljómborð Bachs“, segir hinn margverðlaunaði danshöfundur Vartan Bassil og stofnandi Flying Steps. Fyrir okkur er algjör draumur að Red Bull Flying Bach hafi orðið að veruleika. Markmið okkar er að hrífa hvern einasta áhorfanda hvar sem við sýnum listir okkar.
Örugglega mjög skemmtileg upplifun fyrir litla töffara af báðum kynjum að fara með mömmu eða pabba um helgina. Skorum á ykkur!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.