Þar sem ég er að fljúga í sólina hef ég verið að skoða og velja mér sólarvarnir. Ein af þeim er dúndurgóð andlitsvörn frá L’OCCITTANE, en hún inniheldur SPF30 og kemur í sætri hringlaga 25 ml túbu.
Sólarvörnin er hluti af Jenipapo línunni sem er undirlína Feito no Brasil eða “búið til í Brasilíu”. Jenipapo línan samanstendur af sólarvörn og ilmandi húðumhirðuvörum fyrir bæði andlit og líkama en aðal uppistaða þeirra kemur frá jenipapo ávaxtatrénu, frá Cerrado, Brasilíu.
Vörnin er ótrúlega létt og rakagefandi og er því hentug undir farða. Ilmur hennar er verulega góður; kvenlegur og frískandi en Jenipapo ávaxtatréð gefur einmitt frá sér ilm með grænum blóma-, og ávaxtatónum. Þá fylgir sítrus, vatnsmelóna og pina colada eftir með dauflegum ilm dalalilju sem blandast við langvarandi ilm af moskus, sandelvið og vanillu.
Ég er frekar gagnrýnin á allt sem ég set framan í mig, Jenipapo andlitsvörnina ber ég á mig með fullu trausti.
Góð rakagefandi SPF 30 sólarvörn, með kvenlegum og ferskum ilm í fallegri túbu í hentugri stærð.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.