Brasilía er fallegt land, með fallegt landslag, gott kaffi og sennilega góðar snyrtistofur þar sem þú getur fengið hið alræmda Brasilíska vax.
Mig dreymir um að vakna á ströndum Rio De Janeira með kokteil í einni og sólarvörn í hinni, svo langar mig svo á kjötkveðjuhátíðina í alla litadýrðina – en það er víst ekki 2007 lengur….
Brasilía hefur alið mörg af fallegustu og frægustu módelum veraldar en þar má meðal annars nefna Giselle Bundchen (hæst launaða módel í heimi í dag), Adriana Lima, Alessandra Ambrosio Isabeli Fontana og miklu fleiri.
Spurning hvort þær brasilísku séu fallegri en við Íslensku konurnar?
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.
9 comments
Ætli þær Íslensku vinni ekki miðað við höfðatölu 😉
Uuuu… Fyrirgefðu en Giselle Bundchen er þýsk… bara svon f.y.i
Nei hún er Brasilísk 😉 Þótt nafnið hljómi nú reyndar svolítið þýskt. Googlaðu það bara 😉
Jón, ertu að rugla Giselle við Heidi Klum?
Hún er af þýskum ættum eins og svo margir sem eru frá suðurhluta Brasilíu.
þær eru svo miklumiklumiklu flottari!
ps. ég held að þessi ‘kæfivörn’ sem þið eruð með hér sé ekki alveg að virka… Summan af 0 og 6, skrifaði ég 6 en það var vitlaust?
malla, ekki spyrja svona erfiðra spurninga 😉
Klárlega mestu hasarkropparnir frá Brasilíu í bransanum í dag;) en auðvitað eiga íslenskar konurnar vinninginn miðað við höfðatölu;) það er vatnið.. hehe
Ég er ástfanginn