Katrín Braga, Dýrfinna Benita, Svandís Bergmann og undirrituð gerðum saman fallegan myndaþátt fyrir skemmstu.
Ég er rosalega ánægð með útkomuna. Myndirnar eru sérstakar og svolítið dark en Asía var innblástur okkar í þessari myndatöku.
Það er ekkert skemmtilegra en að vinna með hæfileikaríku fólki og uppskera vel. Endalaus ást á þessar stelpur.
Fötin eru frá Rokk og Rósum, Nostalgíu og í einkaeign.
Ljósmyndari: Katrín Braga – Styling: Stella Björt – Módel: Dýrfinna Benita – Make-up: Svandís Bergmann
Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.
11 comments
Sorry fyrir að vera leiðinleg en hvað er eiginlega málið með sígaretturnar???
Hehe , þú ert alls ekki leiðileg. En hugmyndin var að hafa þetta smá svona dirty,dark og þar kom sígarettan inní þetta. En svo er reykurinn svo fallegur á mynd.
Allir hafa sínar skoðanir og auðvitað virði ég þær 🙂
Það er eins og átakið gegn tóbaksnotkun sé að fjara út. Veistu að svona myndir eiga mjög stóran þátt, og stundum algjöran, í því að ungar stúlkur byrja að reykja? Ímynd skiptir öllu og þú ert að viðhalda ímyndinni sem tóbaksfyrirtækin eyddu miklu púðri í að skapa og gefa öllum sem hafa barist gegn reykingum fokkjú merki. Miðað við hversu margar stelpur lesa þetta blogg þykir mér ábyrgð þín, eða ábyrgðarleysi í þessu tilviki, mikil.
Synd og vonbrigði, því þetta er skemmtilegt blogg 🙂
Ég er ekki sú fyrsta og ekki sú eina sem notar sígarettur í tískuþátt. Ég er ekki að reyna að stuðla að sígarettureykingum ungra stelpna. Ef þú skoðar tískublogg og mörg tískutímarit eru sígarettur oft notaðar. Svona er bara tískuheimurinn, því miður.
Enda hef ég fengið mörg jákvæð komment frá fólki í tískuheiminum sem veit hvað það er að tala um.
Ég efast ekki um að þú sért ekki að reyna að stuðla að reykingum, en þú gerir það samt. Það er ekkert minna siðlaust og ábyrgð þín ekki minni þó svo að allir séu að gera það.
Það er rosalega erfitt að gera eitthvað sem ekki hefur neikvæð áhrif á einhvern og þannig er það nú bara. Tískuheimurinn er bara harður heimur því miður. Ég var ekki ein í valinu á því að hafa sígrettuna með.
Ég viðurkenni það alveg að ég pældi ekkert í því að þetta hefði áhrif á ungar stelpur, ég gerði bara það sem mér finnst flott. mér þykir leiðilegt að þér finnist þetta ekki flott, en mér finnst það ásamt mörgum öðrum. En ég veit að einhverjir eru sammála þér líka. Það geta ekki allir verið sammála.
Þú ert ekki að fatta pointið. Kemur því ekki við hvort einhverjum þyki þetta flott eða ekki. Slúttum þessu bara.
Ásta Sigurðar og Coco Chanel voru flottar með sínar sígós. Hættum að vera svona rosalega PC… það má alveg leika sér stundum 😉
og ps… þessi stelpa er skrambi lík ástu sigurðar…
Ég er sammála Margréti hérna.
Mér finnst allt of oft vera neikvæð og leiðinleg komment á færslur á þessari síðu! Ég skil ekki alveg tilganginn…
Hættið að vera í fýlu eða deilið henni þá annars staðar!
Ég er “ung stelpa”, 17 ára og mig langar bara ekkert að reykja og hef ekkert haft löngunina i það þó svo að mér finnist það mjög mjög mjög flott að hafa sígarettur á svona tískumyndum 🙂
Og ég veit að margar jafnöldrur mínar eru á sama máli
Alllllavega þá eru þetta sjúklega flottar myndir VÁ !!!!