Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og auglýsingamaður, segist myndu breyta aflandsbankareikningnum sínum ef hann yrði ríkur borgarstjóri, getur látið hamborgara hverfa sporlaust og sitthvað fleira…
Hvernig finnst þér best að byrja daginn?
Á því að fara ekki fram úr. Tekst næstum aldrei.
Hvernig bregstu við stressi?
Ég verð mjög nervus.
Ertu skipulögð manneskja?
Já, svo lengi sem ég hef fólk í kring um mig sem skipuleggur tíma minn.
Leiðinlegasta vinna sem þú hefur unnið?
Tjah. Erfitt að gera upp á milli jólapóstsútburðar í Grafarvogi í miðju kuldakasti og þáttöku í samevrópsku verkefni um skipamálningu.
Það skemmtilegasta við starfið þitt í dag?
Það að ég ræð hvað það er skemmtilegt hverju sinni.
Hvaða smáforrit notarðu mest í símanum þínum?
Settings.
Áttu uppáhalds kokteil?
Örugglega. En ég man aldrei hvað hann heitir fyrr en mjög seint um kvöld og aldrei daginn eftir.
Uppáhalds lagið 2013?
Sama og öll hin. Paint með Roxette.
Hvað skilurðu ekki við hitt kynið?
Af hverju þær hækka bara skóna upp öðru megin.
Hefurðu gert hamborgara frá grunni?
Nei, en ég get látið þá hverfa sporlaust.
Besti veitingastaður sem þú hefur komið á?
Tjöruhúsið. Kjánaleg spurning.
Kaffi með mjólk eða svart?
Veltur á kaffinu. Og stundum mjólkinni.
Ef þú værir borgarstjóri í viku og fengir 200 milljarða til ráðstöfunar, – hverju myndirðu breyta fyrst?
Aflandsbankareikningnum mínum.
Hefurðu prófað að sleppa því að nota sjampó og hárvörur?
Já, milli sturtuferða.
Næsta stóra tilhlökkunarefnið?
Hvaða mynd af mér verður við þetta viðtal.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.