Margir kannast við hljómsveitina Sometime en fyrsta plata sveitarinnnar, Supercalifragilisticexpialidocious, kom út í október árið 2007 við góðar viðtökur og nú er loks von á nýrri plötu.
Nýja platan nefnist “Music from the Motion Picture Acid Make-Out” og mun koma út fyrir sumarið.
Sá orðrómur er á kreiki að það muni koma út mynd eins og nafn plötunnar gefur til kynna – svo það verður spennandi að fylgjast með því!
Hljómsveitin Sometime er skipuð hæfileikaríkum listamönnum en segja má að Daníel Þorsteinsson sé aðalsprauta hljómsveitarinnar enda kallaður The Danni.
Reyndar bera allir hljómsveitarmeðlimir Sometime viðurnefni sem henta hverjum meðlimi um sig. Rósa Birgitta Ísfeld söngkona sveitarinnar, vekur yfirleitt mikla athygli fyrir búningana sem hún klæðist og hefur skapað sér það orðspor að vera algjör Díva! Hún er því kölluð Diva De La Rosa.
Aðrir meðlimir sveitarinnar eru: Sigurður Ingvar Þórðarson kallaður Modion og sér um “live mix”, Markús Hjaltason þeytir skífum fyrir hljómsveitina og kallast DJ Moonshine og Magnús Leifsson sem sér um “visuala” er nefndur Noem. Sá misskilningur hefur verið á kreiki að The Danni sé aðeins trommari sveitarinnar en í raun spilar hann á “syntha”, “samplera” auk þess að spila á trommurnar á tónleikum.
Það verður gaman að fá almenninlegt Sometime “comeback” og geta farið á “live”-danstónleika von bráðar!
Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.