Mig hefur lengi langað til að prófa vörur frá franska snyrtivörumerkinu Bourjois.
Bourjois kom fyrst á markað 1863 og fagnar því merkið 151 árs afmæli í ár. Það var leikarinn Joseph- Albert Ponsin sem árið 1862 bjó til farða í þeim tilgangi að hvítta húð leikara og leikkvenna. Farðinn var fyrsta snyrtivaran sem kom frá Bourjois og átti hann að koma í stað fituga farðans sem gjarnan var notaður í leikhúsunum á þessum tíma
Ég sló til og ákvað að sjá hvernig tiltölulega nýtt púður frá merkinu, Bourjois Compact Powder, virkaði á mig. Ég er ánægð með þetta púður vegna þess að ég sækist alltaf eftir farða sem stuðlar að frísklegu og náttúrulegu útliti en Bourjois Compact Powder fellur alveg undir þann flokk.
Bourjois Compact Powder er fast púður með matta áferð og frískar því ekki aðeins upp á húðina heldur dregur úr línum og hrukkum líka. Þrátt fyrir að púðrið sé þétt þá er það mjög létt og auðvelt er að þrífa það af.
Það er vel hægt að mæla með Compact Powder frá Bourjois og svo eru Bourjois vörurnar líka á svo hagstæðu verði.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.