Munchkin er merki sem ég þekkti ekkert til fyrr en nýlega að ég eignaðist þrjár stórkostlega sniðugar vörur frá þessu merki.
Dúsan. Það þekkja flestir til dúsa sem maður setur mat í og leyfir tannlausa unganum sínum að sjúga til að venjast bragðinu áður en það fer að borða. Ég gaf 8 mánaða vini mínum dúsuna frá Munchkin og sjaldan hefur nein gjöf slegið jafn vel í gegn hjá móður og barni, nýr heimur opnaðist barninu sem strax fékk vatnsmelónu í dúsuna sína og saug marga bita upp til agna og getur nú smakkað alla ávexti, grænmeti og mat. Þetta er líka frábær leið til að kæla auman góm í tanntöku, þá setur maður frosna ávexti eða ber í dúsuna.
“Eftir að ég kynntist dúsunni frá Munchkin finnst mér þetta algjörlega ómissandi fyrir öll börn í tanntöku.”
Málið með gúmmíflipunum. Snáðinn minn er mjög oft að narta í cheerios, rúsínur eða vínber og dreifir þessu út um öll gólf og húsgögn hjá mér, ég fékk mér því málið frá Munchkin sem er með gúmmíflipum sem hindrar að hann geti hellt niður. Það er auðvelt að koma hendinni í gegnum gúmmíflipana og syni mínum finnst það líka sniðugt og leikur sér að því að hendin sé “týnd” í málinu.
Algjörlega frábær vara sem gott er að taka með sér án þess að snarlið dreifist út um alla tösku eða bíl!
Drykkjarkannan með röri frá Munchkin er líka mjög praktískt hönnun og hentug fyrir krakka eldri en 1 árs. Lag könnunnar er þannig að auðvelt er fyrir litlar hendur að ná gripi og hægt er að loka henni svo rörið brjótist niður og ekkert helst úr. Sonur minn sem var orðinn vanur stútkönnum var smá stund að átta sig á því að þessi kanna væri með röri og þessvegna þyrfti ekki að halla henni en þegar hann var búinn að ná því þá er þessi kanna mun þægilegri í notkun en stútkannan, einmitt vegna þess að það þarf ekki að halla henni.
Ég mæli eindregið með Munckin vörunum, þær eru allar frábærlega hannaðar og til þess gerðar að auðvelda börnunum okkar lífið.
Sölustaðir Munchkin eru:
- Krónan
- Hagkaup
- Nettó Borganesi og Akureyri
- Fífa
- Móður ást
- Varðan
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.