Lína Langsokkur í Hafnarfirði – ókeypis í þrjúbíó
Á sunnudaginn (13. sept 2015) býður Bæjarbíó í Hafnarfirðinum hressum krökkum og foreldrum þeirra að sjá þessa frábæru mynd í þrjúbíó. Athugið að það kostar ekkert inn en aðeins 250 sæti eru í boði.
Til að tryggja sér sæti borgar sig að skrá sig á facebook-síðu Bæjarbíós en á síðustu sýningu á Jóni Oddi og Jóni Bjarna var troðið út úr dyrum.
Lína Langsokkur á ferð og flugi
Tommi og Anna eru orðin þreytt á nöldrinu í mömmu sinni og ákveða að fara að heiman og taka Línu Langsokk að sjálfsögðu með sér því Lína veit nefnilega hvernig á að upplifa skemmtileg ævintýri.
Hún getur hjólað án hjálpardekkja og stýrt bíl með fótunum. Hún er sko ekki hrædd við neitt, hvorki að sigla í tunnu niður foss eða mæta grimmu óargadýri. Þegar hún er í rosalegu stuði gengur hún á línu milli tveggja húsa eins og loftfimleikamaður á meðan bæjarbúar standa agndofa og horfa á með hjartað í buxunum. Lína á ferð og flugi er byggð á sögunum um Línu Langsokk eftir einn ástsælasta barnabókarithöfund allra tíma, Astrid Lindgren. Myndform býður á þennan viðburð.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.