“Börn í ull fá ekki hor í nös,” sagði dagmamman og ræksti sig.
Ég horfði á hana og lapti heilræðin upp úr henni, auðvitað hljóta dagmömmur að vita hvað þær syngja. Amk. segja þær sem ég þekki að börn sem gangi í ullarnærfötum séu alltaf hraust og laus við pestir. Merkilega lógískt og rétt, ég hef sjálf reynt þetta og geng alltaf í hvítum ullarbolum, mjög þunnum undir öllum skvísuflíkunum.
Þannig er hægt að vera smart án þess að frjósa í hel.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.