Askja Boutique er nýtt fyrirtæki á íslandi sem sérhæfir sig í fallegum, vönduðum fatnaði fyrir börn sem og æðislegum vörum í barnahergi.
Mæðgurnar Alexandra Jónsdóttir og Sigríður Ólafsson áttu sér alltaf þann draum að vinna saman að einhverju flottu verkefni og úr varð stofnun vefversluninnar Askja Boutique.
Stefnan var sett á að bjóða foreldrum að kaupa fallegan og vandaðan barnafatnað úr gæðaefnum og að allur frágangur á flíkunum væri til fyrirmyndar.
Mikið af fatnaðnum sem þær bjóða upp á er úr lífrænni bómull, merino ull og framleiddur í Fair Trade vottuðum verksmiðjum.
Í upphafi voru fatamerkin þrjú; Mini Rodini, sem er sænskt gæðamerki, Poppy Rose, danskt merki með virkilega fallegan og vandaðan fatnað og svo ungbarnamerkið Wilson & Frenchy sem er ástralskt merki sem sérhæfir sig í fatnaði fyrir börn frá fæðingu til eins árs aldurs.
Eftir góðar viðtökur ákváðu þær að bæta við sig sængurfatnaði frá danska merkinu Södahl en sængurverin eru úr 100% lífrænni bómull, dásamlega mjúk og í allskonar fallegum litum. Nýlega bættist svo við frábær viðbót, fallegar vörur í barnaherbergi, hillur, veggljós og geymslubox á veggi svo eitthvað sé nefnt.
Vörurnar koma frá dönskum framleiðanda sem heitir Rommate en þeir sérhæfa sig í fallegum vörum sem þessum á góðu verði.
Ég er algjörlega heilluð af þessum vörum í barnaherbergin og finnst mér alveg frábært að geta loksins valið eitthvað ferskt og nýtt inn í barnaherbergin á mínu heimili. Sjáðu bara myndirnar!
Meira hér á vefverslun Askja Boutique...
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.