Við könnumst flestar við ævintýrið um skógardrenginn Móglí sem ólst upp í skóginum með dýrunum.
Franska stúlkan Tippi Degre kemst líklegast næst því að mega kallast raunverulegt Móglí barn en hún ólst upp í frumskógum Afríku með foreldrum sínum upp úr 1990. Myndirnar hér að neðan eru flestar teknar þegar hún er í kringum fimm ára aldurinn en foreldrar hennar störfuðu sem náttúru og dýralífsljósmyndarar í Afríku. Litla stúlkan fæddist þar og ólst upp en hafði fáa eða enga krakka til að leika sér við. Eðlilega urðu dýrin vinir hennar en þessar myndir sýna dásamlegt traust og frelsi litlu stelpunnar sem í dag er orðin 23 ára og hefur gefið út bók um æsku sína sem hún segist mjög þakklát fyrir.
Algjörlega yndislegar myndir!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.