Við erum flestar sammála um að vilja það besta fyrir börnin okkar. Við viljum kaupa á þau föt sem eru vel hönnuð, þægileg og mjúk. Ég tók saman nokkur fatamerki sem eru með náttúruvæn barnaföt úr lífrænt ræktuðum efnum eins og bómul og bambus.
Lífræn ræktun er ekki bara góð fyrir umhverfið heldur verður efnið mýkra og betra fyrir húð barnsins.
Mér þóttu samfestingarnir frá Peekinz baby sérstaklega sniðugir þar sem þeir eru með flipa að aftan sem auðveldar manni að kíkja hvort þurfi að skipta á bleyjunni. Þeir eru úr lífrænu bambusefni og einstaklega mjúkir og notalegir fyrir litla strumpa.
Mini Mioche er með svakalega krúttleg föt í fallegum litum og notast aðallega við lífræna bómull.
Little Moso er með nærföt, sumar/náttkjóla, samfellur og hettuhandklæði fyrir börnin og nota einnig aðallega lífrænan bambus.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.