Flestir foreldrar kannast við hvað það getur verið erfitt að koma mat ofan í börnin en vittu til, með smá lagni getur þetta allt orðið mikið auðveldara.
Börn eru ekki flóknar verur þó þau geti verið þvermóðskufull. Þau eru hinsvegar langflest mjög skapandi verur og því þarf ekki annað en að nostra aðeins við matinn til að hann verði mun meira spennandi og lystugri í augum yngstu borgaranna.
Ef þú bara skerð niður epli, ávexti og grænmeti niður á bakka og raðar eins og agaður japani þá máttu vita að börnin borða mun meira af þessu en ef þú bara réttir þeim eplið.
Á eftirfarandi myndum er virkilega búið að dunda og nostra við matinn, sumt meira en annað, en þetta ætti flest að vera garanterað til að fá þau að minnsta kosti til að vilja smakka.
Sérstaklega Angry Birds brauðsneiðarnar (frábærar í afmæli) og bangsakrílið sem sefur undir ommilettu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.