Ég held að flest allar litlar stelpur vilji fá göt í eyrun og stundum eru mæður þegar búnar að láta gata lítil eyru áður en dæturnar hafa vit á því að vera með eyrnalokka.
Þessu fylgir ákveðin hætta því dæmi eru um að séu eyrun götuð of snemma að þá geti barn þróað með sér nikkelofnæmi.
Ég lenti í þessu sjálf með mína dóttur því æðubunugangurinn að gata lítil eyru var svo mikill að ég beið ekki eftir því að hún gæti ráðið því sjálf hvort hún vildi göt eða ekki.
Snilldar lausn fyrir ofnæmisgjarna einstaklinga
Í dag eru komnir á markað eyrnalokkar sem eru algjörlega ofnæmisprófaðir en fyrirtækið Blomdahl Medical á heiðurinn af þessari þróun.
Það geta sem sagt allir, stelpur og strákar sem eru ofnæmisgjörn notað þessa eyrnalokka frá Blomdahl. Það er víða hægt að kaupa þessa snilldar lokka og má nefna t.d Lyfju og fleiri sem gera líka göt í eyru.
Georg Hannah í Keflavík, Götun og Skart á Hverfistögu, Snyrtistofan Garðatorgi, Rakarastofan Klapparstíg og Hárhús Kötlu Akranesi gera öll einnig göt í eyru og gott er að koma sjálf með lokka frá Blomdahl ef þú vilt enga áhættu taka.
Spáið vel í áður en farið er í að gata t.d lítil eyru hvaða lokkar eru settir í þau.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.