Á föstudaginn fór ég að sjá nýja danssýningu hjá ÍD í Borgarleikhúsinu en sýningin heitir Óður og Flexa halda afmæli.
Sýningin Óður og Flexa byrjaði á því að Herra Glæsibuxur (Camron Corbett) sýndi okkur skemmtilegan dans um skuggann sinn.
Fötin hans voru skemmtilega klikkuð og fyndin. Svarthvít og í allskonar munstrum.
Eftir að hann var búinn að dansa fengum við að hitta afmælisbörnin Óð og Flexu en þau fundu strax pakka sem Herra Glæsibuxur hafði skilið eftir handa þeim á miðju gólfi.
En hvað er i pakkanum!?
Tvær ansi skrítnar og framandandi verur sem snúast og bogna og fara í ótrúlegar stellingar. Hvað er þetta!? Næst er skriðið er inn í sófa þar sem við hittum ósýnilegar geimverur og fljúgandi marglyttur WHAT!?!?
Þessi sýning var ansi skemtileg og frábær. Á skalanum 0-17 fær þessi sýning 182 frá mér. Ég mundi mæla með Óð og Flexu fyrir allan aldur, meira að segja þau sem eru 173 ára gætu skemmt sér vel.
Hannes Þór Egilsson leikur Óð og Þyri Huld Árnadóttur leikur Flexu en þau eru bæði frábærir dansarar.
P.S. Komið í eins mörgum ljósum og skærum fötum og þið getið, þið eigið eftir að fatta afhverju á sjálfri sýningunni.
Þetta stendur á vef Borgarleikhússins um sýninguna:
Töfrar, áhætta, grín og glens!
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir nýtt íslenskt barnaverk sem hvorki börn né fullorðnir mega missa af. Óvæntir hlutir gerast þegar ofurhetjur halda afmæli og litríkir gestir mæta til leiks.
Bráðfyndið og skemmtilegt dansverk eftir Hannes Þór Egilsson og grímuverðlaunahafann Þyri Huld Árnadóttur í leikstjórn Péturs Ármannssonar.
Hér halda danshöfundarnir áfram að vinna með þessa bráðskemmtilegu karaktera sem þau kynntu fyrst til leiks á barnaleikhúshátíðinni Assitej 2014 við mikinn fögnuð áhorfenda.
Edda Ágústa er yngsti pistlahöfundur Pjatt.is, fædd árið 2004. Hún mun fjalla um barnamenningu á Pjattinu, beint frá eigin sjónarhorni. Edda hefur áhuga á ferðalögum, dansi, bókum, leikhúsi, bíómyndum og góðum sjónvarpsþáttum. Edda er fædd í bogamanninum og hefur bara eitt mottó: Verum næs.