Sirkus Íslands kynnir með stolti Æskusirkusinn, sirkusskóla fyrir börn á aldrinum 8-15 ára.
Kennt er einu sinni í viku, á sunnudögum, í fimleikasal Ármanns, Engjavegi 7, Laugardal. Á námsskránni er allt frá grippli og línudansi yfir í loftfimleika, líkamsmeðvitund og sviðsframkomu.
Í vetur verður sérstök áhersla lögð á það að hjálpa einstaklingum að þróa sín eigin atriði og efla sjálfstraust og sköpunargleði og því frábær hugmynd að prófa að taka þátt í Sirkus.
Enn eru laus pláss, nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má fá með því að senda tölvupóst á sirkusislands@gmail.com og hjá Daníel í síma 692 6496.
Heimasíðu Sirkuss Íslands má finna HÉR.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.