Ertu að velta því fyrir þér hvað þú eigir að gera með börnunum um helgina?
Myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson stjórnar smiðju í Ásmundarsafni næstkomandi laugardag þar sem unnið verður með leir á óvenjulegan hátt. Leirsmiðjan er ætluð fjölskyldum og er hún ókeypis og öllum opin.
Leirsmiðjan hefst stundvíslega kl. 14.00.
Ef þú ert að velta því fyrir þér hver Haraldur Jónsson er þá mannstu kannski eftir honum sem sálfræðingnum í myndinni um Nóa Albínóa. Hann lék líka ‘þögla manninn’ í myndinni The Good Heart eftir Dag Kára.
Haraldur hefur gert mörg frábær listaverk, meðal annars tilfinningaveggfóðrið og heimsskautaávextina. Það verður örugglega forvitnileg reynsla fyrir alla fjölskylduna að leira undir handleiðslu Haraldar.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.