Börn í fiskamerkinu: Þola ekki strangan aga og vilja umgangast fullorðna. Hringir þetta bjöllum?
Ég hef áður fjallað um fiskinn (19. feb – 20. mars) á Pjattinu ásamt hinum 11 merkjum dýrahringsins. Nú langar mig að fjalla sérstaklega um litla fiskinn. 💜
Börn í fiskamerkinu taka sjaldan bræðiköst.
Þetta eru börn með gott lundarfar og ríkt ímyndunarafl. Þau hafa þann eiginleika að geta dundað sér ein í tíma og ótíma vegna þess að þau eru snillingar í að búa sér til sinn eigin heim sem er oft á tíðum ævintýralega fallegur og spennandi.
Börn í fiskamerkinu trúa að sálfsögðu á jólasveininn og álfa, þeir eru eins raunverulegir og hvert annað fólk.
Meira gaman með fullorðnum en jafnöldrum
Litlir fiskar þola ekki strangan aga og þeim finnst mun skemmtilegra að umgangast fullorðna en jafnaldra sína.
Þeir verða mun háðari fólki en leikföngum eða ákveðnum stöðum, líklegast vegna þess að þeir þarfnast sterkra og varanlegra tilfinningatengsla. Þetta gæti orðið til þess að þau verði ósjálfstæð og því þurfa foreldrar að fylgjast með sjálfstrausti þeirra og reyna að byggja það markvisst upp.
Ekki ýta á litla fiskinn þinn
Það er sagt um börn í fiskamerkinu að þau séu óvirk og trani sér ekki fram.
Því meira sem ýtt er á þau þeim mun meiri líkur eru á að þau verði óvirkari. Ekki þröngva þeim til þess að taka að sér leiðtogahlutverk og alls ekki í skólanum, þar sem þau verða ekki hamingjusöm sem formenn nemendafélaganna eða fyrirliðar fótboltaliðsins.
Þau hafa nægilegt ímundunarafl og sköpunarkraft til þess að finna upp á ýmsu sniðugu, en þau vilja að önnur börn taki að sér forystuna.
Veittu leiðsögn og hjálp
Fiskabörn kunna að þurfa leiðsögn til þess að ná að greina draumóra sína frá raunveruleikanum og hjálp við að taka á yfirgangi annarra – fiskar eru friðelskandi í eðli sínu og oft viðkvæmir fyrir slíku.
Fiskabörn eru fljót að tileinka sér nýjar hugmyndir og tungumál liggja oft vel fyrir þeim.
Að lokum vil ég nefna að það er sannarlega gaman og gagnlegt að kynna sér stjörnuspekina, eina elstu fræðigrein heims sem er yfir 5 þúsund ára gömul en til að nýta sér þessi vísindi þarf að kynna sér þau.
Til dæmis má ekki einblína bara á sitt sólarmerki, það merki sem að sólin var í þegar þú fæddist.
Ég er t.d. með sól í fiski (fædd 5. mars) en er rísandi bogmaður – gjörólík merki, vatn og eldur.
Það geta oft verið svolitlar andstæður í þessu en þegar við fjöllum um merkið sem þú ert í þá er miðað við sólarmerkið sem er kjarni manneskjunnar og það sem stjórnar henni hvað sterkast.
Gangi þér vel með litla fína fiskinn þinn 🐠 💞
(Heimild: Need to know? Zodiac Types. e. Jamie Stokes / myndir Riannon Logsdon)
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.