Tvíburasysturnar Brielle og Kyrie fæddust 12 vikum fyrir tímann. Þær þurftu báðar mikla umönnun og voru settar í hitakassa.
Kyrie byrjaði að þyngjast og var við góða heilsu en Brielle litla, sem var aðeins rúmlega eitt kíló, dafnaði ekki eins vel. Hún átti erfitt með andardrátt, hjartsláttartruflanir og fleira. Læknarnir reiknuðu ekki með að hún myndi lifa.
Hjúkrunarfræðingurinn sem annaðist þær gerði allt sem hún gat til að hlúa að Brielle en allt kom fyrir ekki. Þegar öll úrræði voru á þrotum braut hún á reglum spítalans og lagði Brielle litlu hjá Kyrie í hitakassann hjá systur sinni. Þegar hún kom að þeim skömmu síðar trúði hún varla eigin augum og kallaði á starfslið deildarinnar (sjá myndina hér fyrir ofan).
Kyrie hafði lagt lítinn handlegginn um systur sína, eins og til að hugga hana og styrkja. Frá því andartaki byrjaði sú litla að jafna sig er er núna heil heilsu.
Það þarf varla að taka það fram að yfirmenn vökudeildarinnar ákváðu að hafa tvíburana áfram saman, hlið við hlið.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.