Aldrei hafði mér dottið í hug að fara í Name it til að kaupa föt á stelpuna mína sem er 9 ára þegar ég datt þar inn um helgina og varð óskaplega hrifin…
Ég hélt nefninlega alltaf að verslunin seldi bara föt á yngri börn en svo er ekki, í Name It fær maður meira að segja föt á unglinginn.
Mér finnst skipta svo miklu máli að barnaföt, fyrir svona stálpaða krakka, séu bæði töff og þægileg og jafnframt sterk því sumir eru alltaf á fleygiferð. Limited er ný lína sem er að koma frá Name It þetta árið en hér sjáum við það nýjasta og heitasta í barnatískunni, trendy og tískumiðað á sama tíma! Ánægð með það.
Stílarnir koma beint af tískupöllunum en í leiðinni er haldið í þægindin því börn verð jú alltaf að fá að vera börn, þau verða að geta hreyft sig og liðið vel – en í leiðinni vera töff ! Töff, töff, töff… Mucho importante!
Limited línan er ætluð börnum á aldrinum 4-14 ára og er á flottu verði. Ég spurðist fyrir og komst að því að flíkur úr línunni munu koma koma í verslanir Name It í Kringlunni og Smáralind fjórum sinnum á ári, í apríl, júní, ágúst og nóvember.
Tékkaðu endilega á þessu ef þú átt stelpu eða strák á aldrinum 4-14. Mjög flottar flíkur eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.