Hjálmar Helgi Jakobsson er fimm ára Ísfirðingur sem hefur getið sér það til frægðar að vera fremstur meðal jafningja í golfíþróttinni.
Drengurinn, sem er búinn að stunda golf í tvö ár er of ungur til að mega byrja að æfa með Golfklúbbi Ísafjarðar, en faðir hans vonast til þess að drengurinn fái að fara á æfingar á næsta ári.
Á vestfirska vefnum BB má sjá viðtal við litla kappann en blaðamaður skoraði jafnframt á hann í púttkeppni sem sjá má á þessu sæta myndbandi HÉR.
Það verður gaman að fylgjast með þessum áhugasama golfara í framtíðinni en í dag á hann sér þann draum heitastan að fá að fara heilan völl með pabba sínum líkt og frændi hans fær að gera.
______________________________________________________________________

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.