Það verður ólgandi stemmning í sólinni í Reykjavík um Verslunarmannahelgina þegar Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tólfta skipti.
Innipúkinn 2013 teygir sig yfir tvo daga og fer fram föstudags- og laugardagskvöld, dagana 2. og 3. ágúst. Hátíðin í ár fer fram víða um Reykjavík en aðaldagskráin verður á Faktorý. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin fer fram á þeim frábæra tónleikastað, og er þetta næstsíðasta tónleikahelgi staðarins.
Jafnan er fjölmikið um dýrðir á meðan að Innipúkinn stendur yfir. Auk sjóðheitrar tónlistardagskrár á Iðnó verður ýmislegt til gamans gert – og vinsælir viðburðir á borð við kareókí, markaður, veitingasala og hinn margrómaði Cocktel-zeit kíkja í heimsókn.
Innipúkinn hefur farið víða síðan hátíðin var fyrst haldin árið 2002. Margir af fremstu tónlistarmönnum og skemmtikröftum landsins hafa komið fram á hátíðinni – og má þar nefna Ómar Ragnarsson, Gylfi Ægisson, Raggi Bjarna, Þú og ég, Dikta, FM Belfast, Trabant, Mínus, Mugison, Megas, Hjaltalín, Ólöf Arnalds og svo mætti lengi áfram telja. Auk þess hafa erlendir gestir á borð við Cat Power, Blonde Redhead, Raveonettes, Jonathan Ritchman og Television spilað á púkanum. Innipúki undanfarinna ára hefur verið alfarið íslenskur og verður ekki breyting á því í nú – enda af nægu góðu og skemmtilegu að taka í fjölbreyttri tónlistarflóru landsins.
Aðstandendur Innipúkans hvetja áhugasama til að tryggja sér hátíðar-armband (2 daga passa) í tíma, til að missa ekki af.
Miðar og armbönd
Miðana getur þú m.a. fengið HÉR á MIÐI.IS en aðgöngumiðar eru í formi armbands. Þannig að allir geta komið og farið að vild. Armböndin fást afhend á Faktorý gegn framvísun Midi.is aðgöngmiða. Einnig veður hægt að kaupa miða á stakt kvöld, bæði á midi.is og við hurð.
Dagskrá Innipúkans 2013 á Faktorý
Gísli Pálmi
Valdimar
Steed Lord
Skelkur í bringu
Laugardagur:
Botnleðja
Geiri Sæm
Ólafur Arnalds Soundsystem
Ylja
Agent Fresco
Grísalappalísa
Dansglaðir Reykvíkingar á öllum aldri ættu að skella sér á INNIPÚKANN og upplifa fjörið í bænum.
Fara svo í fámennar sundlaugarnar á laugardags og sunnudagsmorgun til að ná úr sér harðsperrum og njóta þess að tala um forboðin ævintýri helgarinnar, hátt og snjallt á móðurmálinu því það verða jú ekkert nema túristar í sundi. Hinir verða úti á landi 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.