Þá er komið að bóndadegi, dagur sem margar konur nýta sér til að gera vel við karlinn sinn. Og hvað á að gera?
Karlmenn eru misjafnir en það er mín reynsla að þeir vilja ekki það sama og við viljum á konudaginn, við látum okkur dreyma um stóran blómvönd, ilmvatn, nærföt, dekur og kertaljósa-dinner, og við eigum það til að halda að karlinn vilji e-ð svipað svo við hlaupum til, kaupum blóm, rakspíra og eldum góðan mat eða pöntum borð á veitingastað.. En hvað vill karlinn i alvöru?
Ég er búin að gera litla könnun meðal karlmanna sem ég þekki og umgengst og þeir segja nánast allir það sama, það er óþarfi að vera með mikið umstang, það er bara eitt sem við viljum helst… og þið eigið að vita það. Það sem þeir vilja er ókeypis..
Eins og ég hef svo oft sagt, þeir eru einfaldari en við, við verðum bara að fara ná því;)
En ef við viljum endilega gefa karlinum e-ð fleira en það sem ókeypis er á bóndadaginn þá er um að gera að nýta útsölur og tilboð sem eru í gangi, hér koma nokkrar hugmyndir:
Fyrir gæjann: Nýr rakspíri, leðurjakki eða geisladiskur með uppáhalds hljómsveitinni..
Fyrir golfarann: Golfpoki, driver eða golffatnaður (útsölur í öllum hesltu golfbúðum)
Fyrir fótboltaáhugamanninn: Treyja með liðinu hans, bjórkippa og lukkukrús eða peli með lógói liðsins..
Fyrir artí-gæjann: Litrík slaufa og skyrta (úr Kormáki og Skildi) lista-myndabók (fást allar flottustu í Iðu á Lækjargötu) eða e-ð frumlegt sem þú býrð til sjálf.
Fyrir herramanninn: Nýja bók Dan Brown, djassplata, havanavindill og cognac-peli.
Fyrir myndarlega heimilisfaðirinn: Japanskt hnífasett, franskt eðalvín og elda uppáhaldsmatinn hans
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.