Bolludagurinn er sá dagur sem við íslendingar höldum hátíðlegan með rjómabollum.
Hérna er einföld og góð uppskrift að vatnsdeigsbollum. Mér þykir gaman að fylla bollurnar af ýmsu góðgæti svo sem jarðaberjum, royal búðing, kókosbollum og nóakroppi svo ég nefni eitthvað.
Innihald vatnsdeigsbollur:
5 dl vatn
160 gr smjörlíki
250 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
6 stk egg
Aðferð vatnsdeigsbollur:
1. Setjið vatn og smjörlíki í pott og látið suðuna koma upp.
2. Bætið hveiti og lyftidufti út í smjörlíkisblönduna og hrærið vel,deigið á að losna frá pottinum og verða þétt í sér.
3. Setjið eitt og eitt egg í einu saman við og hrærið varlega.
4. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og setjið um 1 – 1 og 1/2 msk fyrir hverja bollu á plötuna.
5. Bakið við 210 gráður (200 gráður í blástursofni) í um 30 mínútur.
6. Leyfið bollunum að kólna og fyllið þær svo með sultu, þeyttum rjóma, kókosbollum og jarðaberjum.
Bolli bolli boll!
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.