Ég tengi blúndur jafnan við rómantík, það er eitthvað svo gamaldags en á sama hátt fallegt og fágað við blúndur.
Þær geta bæði verið kynþokkafullar eins og í nærfatnaði eða saklausar eins og í hvítum blúndukjólum. En hvernig sem við kjósum að bera þær þá eru þær í tísku núna, blúnduflíkur, blúnduskór, blúndutöskur og blúnduklútar -yndislega fallegar.
Það er hægt að fá blúndu flíkur, nýjar og vintage í fjölmörgum búðum á Laugaveginum.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.