Fyrir nokkrum vikum óskuðum við Pjattrófur eftir 8 konum til að prófa snyrtivörur og andlitsbað frá Blue Lagoon og viðbrögðin létu sannarlega ekki á sér standa.
Nokkur hundruð konur gerðu ‘like’ á Facebook færslu þar sem við óskuðum eftir þáttakendum en fyrir valinu urðu átta dömur á aldrinum 25-55 sem notuðu vörurnar í nokkrar vikur.
Og þá kom að því að láta vita hvað þeim fannst um þetta…Bláa Lónið hélt lítið sushi og smáréttaboð fyrir okkur Pjattrófur og vinkonur og snyrtifræðingar Blue Lagoon Spa spurðu konurnar út í hvað þeim fannst um vörurnar.
Allar voru þær mjög sáttar við árangurinn sem er gaman að heyra af því það er alltaf gott þegar hægt er að velja íslenska framleiðslu og íslenskar vörur.
Áberandi mikil ánægja var með Silica Mud maskann en flestar töluðu þær um góðan árangur af honum. Kristín Halla sagði að sér þætti hún yngjast við að nota hann, Christina sagði maskann fylla upp í fínu línurnar og gera húðina mjúka “Makes Wonders…” og Birna sagði maskann endurnýja húðina og fríska.
Flestar sögðu það hafa komið sér á óvart hversu náttúrulegar og vandaðar vörurnar eru ásamt því að vera sérlega notadrjúgar:
“Þær eru jafn góðar og þær erlendu vörur sem ég hef notað, allar umbúðir mjög þægilegar og engin eða lítil lykt af þeim,” sagði Sigrún Stella og bætti svo við að hún fyndi mikinn mun: “Ég er ekki eins viðkvæm í húðinni og í raun finnst mér ég líta betur út.”.
Ásdís Rósa talaði um að bólurnar væru nánast horfnar og Fjóla sagði húðina bæði stinnari og rakari.
Spurðar að því hvort þær hyggðust nota vörurnar áfram sögðust allar konurnar klárlega ætla að gera það og hvað andlitsbaðið í Blue Lagoon Spa varðar þá var það líka komið til að vera. Einstakt dekur sem allar vinnandi konur ættu að láta eftir sér annað slagið enda sérlega endurnærandi og ljúft. Snilldarhugmynd að jólagjöf líka.
En leyfum Sigrúnu Stellu að eiga síðasta orðið:
“Ég hef nú prófað að nota reglulega andlitsvörurnar frá Blue Lagoon í meira en mánuð og er orðin háð þeim. Ég fann strax hvað þær gerðu mér gott. Þessar vörur eru algjörlega sambærilegar við erlendar vörur sem ég hef notað en eitt hafa þessar þó fram yfir þær erlendu en það eru umbúðirnar. Hver kannast ekki við að kaupa rándýrt krem í lítilli þungri krukku með skrúfuðu loki. Stundum fylgir lítill spaði með kreminu en hann týnist fljótlega og þá fer puttinn ofan í og fullt af kremi festist undir nöglinni. Blue Lagoon vörurnar eru í afar góðum og handhægum umbúðum sem tryggja að kremin nýtast til fulls á andlitið en ekki undir neglurnar.”
– Sigrún Stella
“Ég hef nú prófað að nota reglulega andlitsvörurnar frá Blue Lagoon í meira en mánuð og er orðin háð þeim. Ég fann strax hvað þær gerðu mér gott. Þessar vörur eru algjörlega sambærilegar við erlendar vörur sem ég hef notað en eitt hafa þessar þó fram yfir þær erlendu en það eru umbúðirnar. Hver kannast ekki við að kaupa rándýrt krem í lítilli þungri krukku með skrúfuðu loki. Stundum fylgir lítill spaði með kreminu en hann týnist fljótlega og þá fer puttinn ofan í og fullt af kremi festist undir nöglinni. Blue Lagoon vörurnar eru í afar góðum og handhægum umbúðum sem tryggja að kremin nýtast til fulls á andlitið en ekki undir neglurnar.”
– Sigrún Stella
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.