Mamma hélt alltaf rosalega mikið upp á hana Brigitte Bardot þegar ég var lítil og þar sem litlar stelpur smitast gjarna af viðhorfum mæðra sinna hef ég einnig alltaf litið á hana Bardot sem flott “style icon”.
Hún er náttúrlega aðeins meira en það því á sínu blómaskeiði var konan vitanlega fullkomlega gordjöss og enginn verið síðan sem toppar hana í yndisleik, kúlheitum og kynþokka. Allavega ekki síðustu 40 ár…eða þar til Scarlett Johanson mætti til leiks.
Ljósir, síðir lokkar, mikil brjóst, grannt mitti, breiðar mjaðmir og mjúkar hreyfingar. Þó margar hafi reynt þá hefur fáum tekist eins vel og þeim Scarlett og Bardot, enda ekki allar jafn náttúrulega miklar angórukisur og þessar ófeimnu bombur.
Allt ekta… ekkert plat.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.