New York stelpan Leandra Medine kallar sig The Man Repeller og heldur uppi bloggi undir sama nafni. Ég kíki reglulega þangað til að skoða tísku (hún á svakalegan fataskáp) og fleira en líka til að lesa pælingar hennar…
…Þessi Leandra Medine er neflinlega mjög fyndin og það er alltaf gaman að sjá hvað hún skrifar við myndir sínar sem eru líka oft mjög skemmtilegar. Oft eru þessar myndir af henni ekkert allt of ‘perfect’ sem gera þær frekar fyndnar, lokuð augu, pilsið uppi og úfið hár er dæmi um það sem hún hefur upp á að bjóða!
Hún hefur greinilega húmor fyrir sjálfri sér og er ekki hrædd við að blanda saman litum, mynstri og fínum flíkum við hversdags. Hún er snillingur í að ´layera´ og setur stundum inn færslur þar sem hún sýnir skref fyrir skref hvaða flík fer ofan á hvað.
Þetta nafn, The Man Repeller, bjó hún til yfir stíl sinn. Hún segist dýrka trend sem að menn/strákar hata og tekur sem dæmi; harem buxur, axlapúða, síða samfestinga, klossa, mikinn feld og…..skapahár (hún segist vera að djóka með þennan en samt ekki).
Já, frekar gaman að lesa pælingar hennar.
Mæli með að þið kíkið við og lesið bloggið hennar og skoðið myndirnar; The Man Repeller.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.