Emily er ung stelpa frá Los Angeles, hún heldur úti blogginu Cupcakes and Cashmere sem snýst aðalega um tísku og matargerð…
…Emily þessi er svakalega myndarleg í eldhúsinu og er alltaf að baka eitthvað girnilegt. Hún er einnig dugleg við að gera fínt heima hjá sér og deila með lesendum sniðugum hugmyndum í sambandi við innanhúshönnun. Hún setur líka reglulega inn DIY (do it yourself) færslur og kennir fólki að gera til dæmis smokey augnförðun, kisueyeliner, liði í hárið eða flotta fléttuhárgreiðslu.
Endilega kíkið á bloggið hennar Cupcakes and Cashmere og fáið vatn í munnin við að skoða þessar flottu myndir af því sem hún er að baka og elda.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.