Eins og sannir tískubloggarar gera fylgist ég grannt með öðrum bloggum og hef gaman af, bæði erlendum og innlendum.
Mér finnst oftast skemmtilegra að skoða blogg hjá erlendum stelpum. Þær þora miklu meira að klæða sig eins og þær vilja. Íslendingar geta verið svo þröngsýnir þegar kemur að tísku en þetta finnst mér gjörsamlega óþolandi stundum.
Christeric er eitt af mínum uppáhalds bloggum.
Stelpan á bakvið bloggið heitir Christine og er krúttleg með stór eyru. Hún er ein af þessum sem er alltaf töff og öðruvísi. Einhvernveginn tekst henni að vera öðruvísi þótt hún sé bara í hvítum bol og gallabuxum. Hún er með þennan “X-factor”. Ég fíla nánast alltaf fötin sem hún er í. Hún setur inn hæfilega blöndu af átfittum og öðru sem henni finnst fallegt. Svo er hún nokkuð dugleg að blogga.
Það er á enga vegu hægt að útskýra fatasmekk hennar. Hún er gjörsamlega hún sjálf og blandar öllu saman og tekst vel! Elska hana!
KREISÍ skórnir sem hún sést mjög oft í á blogginu bjó hún til sjálf. Ég myndi fótbrjóta mig á fimm mínútum. Fær stóran plús hjá mér fyrir að geta gengið í þessu!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.