Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir hefur notið lífsins á Bali í Indónesíu síðustu vikurnar en hún ákvað að skella sér þangað með Bændaferðum, meðal annars til að vera maður orða sinna.
“Ég setti mér markmið á síðasta ári um að hugsa enn betur um líkamlega og andlega heilsu áður og gera góðar og varanlegar breytingar á lífstílnum. Þegar ég rak svo augun í skipulagða yogaferð á vegum Bændaferða með Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur til Balí síðasta haust þá var ekki aftur snúið,” segir Kolbrún og bætir við að ferðalagið hafi svo orðið gulrótin til að komast í gegnum veturinn:
“Það er gott fyrir konu með keppnisskap að hafa gulrót, alveg sama á hvaða sviði það er.”
Kolbrún hefur mjög gaman af því að ferðast til fjarlægra landa og upplifa ólíka menningarheima en henni fannst alveg fullkomið að geta bæði sinnt heilsunni OG fara í ferðalag í leiðinni.
“Á Balí var hugleitt, við stunduðum jóga og gengum um götur og fjöll, lærðum að elda indónesískan mat og nutum þess að vera langt í burtu frá íslensku áreiti og látum. Ég fór aðeins vopnuð myndavélinni, dagbókinni, yogadýnunni og opnum huga,” segir Kolbrún en í þorpinu Ubud kynntist hún fullt af góðu fólki og fékk að heyra margar góðar sögur, borðaði góðan mat og sitthvað fleira en hún segir það besta við ferðina hafa verið að smitast af gleðinni og auðmýktinni sem einkennir íbúa Ubud. “Ubud er líka mjög merkilegur bær en þangað fór einmitt Elizabeth Gillbert sem skrifaði Eat, Pray, Love.”
En að myndinni sem allt snýst um. Hana setti Kolbrún á Facebook og skrifaði:
Ein yndisleg sem varð á vegi okkar á götum Balí. Sátt sat hún allan daginn í sjálfri sér, blind og heyrnalaus.
Það er sko óhætt að segja að hún sé yndisleg þessi sæta gamla kona en að sögn Kolbrúnar þykir heimamönnum einstaklega gaman að láta taka myndir af sér, jafnt ungum sem öldnum og því nokkur falleg bros sem leynast í myndavélinni.
Nú langar okkur bara allar að gera eins og Kolbrún og fara til Ubud á Bali! Dásamlegt! Og auðvitað er þessi mynd komin á Pintrest!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.