Meg Matthews er bresk og búsett í norður London í húsi sem var byggt 1969 lagið Wonderwall var samið um hana og er eitt þekktasta lag sveitarinnar Oasis en Meg var gift Noel Gallagher um tíma og saman eignuðust þau eina dóttur sem heitir Anais.
Meg Matthews er fyrrum pönkari og frekar poppuð pía og hér opnar hún heimili sitt fyrir janúar tímarit LivingEtc.
Hún hannar veggfóður og húsgögn og má sjá eitthvað af hennar verkum á myndunum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.