Blake Lively er nýtt andlit L’Oréal Paris. Þetta tilkynnti fyrirtækið á Instagram síðu sinni í gær.
L’Oréal fer reglulega samstarf við þekkta einstaklinga. Ekki minni stjörnur en Beyoncé, Jennifer Lopez og Julianne Moore hafa áður verið andlit franska förðunarfyrirtækisins.
Blake Lively skaust fram á sjónarsviðið þegar hún lék Serenu van der Woodsen í dramaþáttunum Gossip Girl. Síðan þættirnir liðu undir lok hefur lítið farið fyrir leikkonunni, aðeins nokkur hlutverk hér og þar. Hún komst þó í fréttirnar þegar hún og hjartaknúsarinn Ryan Reynolds fóru að stinga saman nefjum. Í dag eru þau harðgift og þykja eitt myndarlegasta parið í Hollywood.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem leikkonan er andlit þekkts vörumerkis því hún hefur meðal annars prýtt auglýsingar fyrir tískurisana Gucci og Chanel.
Að mínu mati er Blake ein best klædda kona heims. Það er virkilega gaman að fylgjast með stílnum hennar og klæðaburði á rauða dreglinum.
Gullfalleg kona og flott vörumerki hafa hér sameinað krafta sína. Það verður mikið gaman að sjá útkomuna úr þessu samstarfi.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com