Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands á bestu myndum ársins 2015 verður opnuð í dag laugardaginn 5. mars klukkan 15.00 í Perlunni.
Á sýningunni eru að þessu sinni 82 myndir sem valdar hafa verið af dómnefnd úr rúmlega 900 myndum 32. blaðaljósmyndara.
Veitt verða verðlaun í 8 flokkum, þ.e. fyrir Mynd ársins og fyrir bestu fréttamyndina, umhverfismyndina, portrett myndina, íþróttamyndina, daglegt líf, tímaritamynd og myndröð ársins. Bók með bestu blaðaljósmyndum ársins 2015 kemur út við þetta tækifæri og verður kynnt á sýningunni.
Við sama tækifæri verða veitt blaðamannaverðlaun í fjórum flokkum, þ.e. Blaðamannaverðlaun ársins, Rannsóknarblaðamennska ársins, Viðtal ársins og Umfjöllun ársins. Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá í hverjum flokki.
Pjatt.is mælir með því að kíkja í Perluna og skoða sýninguna. Bæði er gaman að fara í gegnum allt það sem gerðist í fyrra, og svo er einstaklega skemmtlegt að virða fyrir sér verk þessara færu snillinga sem standa vaktina á fjölmiðlum landsins og færa okkur fréttirnar í myndum sem spila alltaf stærra og stærra hlutverk í fjölmiðlaheiminum.
Sýningin mun standa til 2. apríl og allir eru að sjálfssögðu velkomnir.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.