Er hægt að búa til fallega húð?
Þetta var yfirskrift viðtals sem blaðakona Vogue, Carol Phillips, tók við einn fremsta húðlækni síns tíma árið 1967. Læknirinn hét Dr. Norman Orentreich og var á þeim tíma ákaflega dáður um heim allann. Í viðtalinu svaraði læknirinn spurningum blaðakonunnar og lýsti því með nákvæmni hvernig hægt er að vinna með húðina svo að útkoman verði sem best. Svör læknisins áttu síðar eftir að marka tímamót í sögu snyrtivöruframleiðslu í heiminum.
Í greininni lýsti Dr.Orentreich hvernig hægt væri að gera húðina fallegri og heilbrigðari með tiltölulega einföldum hætti og vitaskuld voru margar sem hrifust af skrifum læknisins. Ein þeirra var Evelyn Lauder, tengdadóttir Estée Lauder, sem hafði tafarlaust samband við snyrtivörudrottninguna og vakti athygli á greininni.
Útkoman varð sú að ekki leið nema eitt ár þar til nýtt snyrtivörumerki leit dagsins ljós – CLINIQUE. Fyrsta vörumerki sinnar tegundar sem þróað er af húðlæknum, ilmefnalaust og 100% ofnæmisprófað. Í dag er Clinique eitt stærsta snyrtivörumerkið á markaðnum og selt í yfir 135 löndum víðsvegar um heiminn.
Við erum ekki allar eins
Markmið Clinique var og er að bjóða upp á sérhæfðar lausnir fyrir allar húðgerðir. Húðin þarfnast daglegrar umhirðu en áhrifaþættir eins og aldur, umhverfi, árstíðir og persónulegt val hverrar manneskju gerir það að verkum að þarfir húðarinnar geta verið jafn misjafnar og tegundirnar eru margar. Efnasamsetningar og formúlur sem hæft geta þessum fjölmörgu húðtegundum eru það sem gera húðumhirðu Clinique einstaklingsmiðaða.
Aðaláhersla Clinique er á þriggja þrepa húðumhirðukerfið sem varð bein afurð rannsókna Dr. Orentreich sem reyndi að sýna fram á að allir gætu öðlast fallega og heilbrigða húð.
Í rannsókninni fékk læknirinn ótal ólíka einstaklinga með margskonar húðgerðir til að fylgja rútínu sem byggðist á þremur einföldum þrepum. Hreinsun, endurnýjun og húðnæringu. Þegar niðurstöðurnar komu í ljós var hægt að svara spurningu blaðakonunnar og svarið varð eftirfarandi:
“Já. Það er hægt að skapa fallega húð með réttum vörum og samviskusamlegri (daglegri) notkun.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.