Bjútíviðtal: „Ólíklegt að ég fari að ganga með bláan smokey upp úr þurru”

Bjútíviðtal: „Ólíklegt að ég fari að ganga með bláan smokey upp úr þurru”

Screen Shot 2015-08-25 at 16.32.32Adda Soffía Ingvarsdóttir er 29 ára förðunar og snyrtifræðingur sem starfar sem Beauty Director hjá Glamour á Íslandi.

Hún segist vera mikill kremaperri sem elskar ekkert meira en að prófa ný krem, maskara og bara snyrtivörur yfir höfuð.
Adda Soffía býr með Heiðmari Guðmundssyni lögfræðingi. Þau eiga engin börn en hana grunar að það gæti verið búálfur á heimilinu!

Hvernig er hreinsirútínan þín?
Á kvöldin hreinsa ég farða af augum og tek svo tvöfalda hreinsun á andlitið. Þessa stundina nota ég Shiseido hreinsimjólk, Kiehl’s hreinsikrem og Pixi Glow Tonic andlitsvatn.

Á morgnanna nota ég bara hreinsimjólkina eða micellar vatn frá franska merkinu Nuxe. Þvæ það af með köldu vatni. Tek svo hardcore facial einu sinni í viku með skrúbb, maska, serum (í fleirtölu) og nuddi. Nauðsynlegt!

Hefurðu fengið bólur og ef svo, hvernig dílarðu við þær?
Ó guð minn góður já! Ég byrjaði að fá bólur um 10 ára aldur og var slæm fram að tvítugu, en þá var það pillan sem bjargaði mér. Ég hinsvegar byrjaði 10 ára gömul að hreinsa andlitið kvölds og morgna og hef ekki hætt því síðan. Ég hugsa að það hafi bara haft góð áhrif á húðina á mér. Mestu mistök sem ég hef gert er að kreista bólurnar á mér í drasl, þá sérstaklega fílapenslana á nefinu. Ég hef með aldrinum sætt mig við að þeir muni aldrei fara alveg, svo ég er hætt að láta þá pirra mig.

Hvernig húðgerð ertu með?
Ég er blönduð, en verð þurrari með árunum.

“…mér finnst afar ólíklegt að ég fari að ganga með blátt smokey svona uppúr þurru.

Hvaða rakakrem notarðu?
Hvaða rakakrem nota ég ekki? Á nokkur uppáhalds; Bláa Embryolysse, EGF Dagkremið, Lancome visionnaire, Kiehl’s Ultra facial cream, Chanel Hydramax + og Skyn Iceland Cloud Cream.

Notarðu augnkrem?
Já, það geri ég og hef gert síðan á 25 ára afmælisdaginn minn, en þá rauk ég út í búð og keypti eitt slíkt. Pigmentclar eyes frá La Roche-Posay er í sérstöku uppáhaldi ásamt Relief augnkreminu frá Skyn Iceland, það er snilld!

Adda Soffía er förðunarfræðingur. Hér við störf...
Adda Soffía er förðunarfræðingur og óstöðvandi í kremaprófunum.

MAKEUP

Hvaða meik notarðu?
Ég er alltaf að skipta, enda er það hluti af vinnunni minni að prófa ný meik. Í augnablikinu er ég að nota Bourjois Healthy Mix og líkar nokkuð vel. Er líka mikill aðdáandi serum farða eins og til dæmis frá Dior og Armani. Matt Foundation frá Make Up Store og Matchmaster frá MAC eru líka alltaf í uppáhaldi. BB kremið frá Smashbox og EE kremið frá Estée Lauder eru líka æði. Það er rosalega erfitt að gera upp á milli barnanna sinna.

Uppáhalds hyljarinn?
Clarins Instant Concealer og allir hyljararnir frá Bobbi Brown. Gullpennarnir frá YSL og Charlotte Tilbury eru líka ómissandi. Cover All Mix frá Make Up Store ætti líka að vera í öllum snyrtibuddum.

Adda Soffía og Tinna Eik sem er sérfræðingur Pjattsins í góðum kvikmyndum. Þær eru miklar vinkonur.
Adda Soffía og Tinna Eik sem er sérfræðingur Pjattsins í góðum kvikmyndum. Þær eru miklar vinkonur.

Notarðu gerviaugnahár?
Ef mikið liggur við já, og þá nota ég oftast stök. Síðast notaði ég Tanya Burr date night í skemmti-og tónleikaferð í London með vinkonunum og óhætt er að segja að þau hafi vakið mikla lukku.

Hefurðu fengið sýkingu af því að nota maskara frá öðrum?
Nei, aldrei.

Uppáhalds maskarinn þinn?
Hvað má þetta vera langt? Dior It Lash, Make Up Store Max Lashes, Max Factor Masterpiece Max, YSL Babydoll, Clarins Be Long, Benefit They’re real.

Hvernig málarðu þig fyrir venjulegan dag og hvað ertu lengi að skella þessu á?
Meik/BB krem, augabrúnablýantur, litað augabrúnagel, paint pot á augnlokin, svartur blýantur í tightline (google it), stundum smugda ég brúnan blýant í eyeliner, hyljari, maskari og nóg af honum, smá skygging (engin ofur contour vitleysa), stundum kinnalitur og varalitur. Er svona 10-15 mínútur að þessu. Morgnarnir hafa aldrei verið minn tími svo ég er ekkert voðalega rösk svona snemma.

Ertu íhaldssöm þegar kemur að förðun eða alltaf til í að prófa eitthvað nýtt?
Já og nei. Ég er aðallega til í að prófa ný merki. Mér finnst jú gaman að prófa eitthvað nýtt og geri það vinnunar vegna (og ekki að mér finnist það eitthvað leiðinlegt heldur), en mér finnst afar ólíklegt að ég fari að ganga með blátt smokey svona uppúr þurru. En maður á aldrei að segja aldrei!

Ferðu ómáluð út úr húsi?
Jájá, ég skottast í 10-11 og þessháttar. Ég tek hinsvegar ekki ábyrgð á skaðanum sem aðrir kunna að hljóta af því að sjá mig þannig.

HEILSA

Ertu stálhraust?
Já ég myndi nú segja það, 7-9-13.

Hvað gerirðu til að hugsa um heilsuna?
Ég reyni að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi, fer í World Class eða hleyp meðfram Sæbrautinni. Er í þjálfun hjá meisturunum hjá Betri Árangri og það þýðir ekkert að væla hjá þeim. Svo reyni ég að labba í vinnuna eins oft og ég get. Svo er ég orðin spinning sjúk, Body Spinning í World Class er snilld fyrir þá sem ekki hafa prófað.

Stundaðirðu hópíþróttir sem barn?
Ehm, já. Ég var í körfubolta, en áttaði mig á að það er víst íþrótt án snertinga svo ég fór í handbolta á línu. Það var aðeins meira ég.

Green-juice-for-weight-lossSmoothie uppskrift?
Avocado, sítróna, spínat eða grænkál, engifer, frosið mangó og vatn. Boring en þrusugott. Finnst mjólkurvörur aldrei passa með grænu. Svo er líka snilld fyrir þá sem vilja borða rauðrófur að blanda þeim með frosnum hindberjum, sítrónu og epli.

Hvað finnst þér auðveldast að gera til að passa heilsuna?
Hreyfa mig. Þó það sé oft drulluerfitt að koma sér af stað, þá er það svo fáránlega gott að gleyma sér á hlaupabrettinu með gelgjutónlist í eyrunum. Bráðnauðsynlegt fyrir geðheilsuna.

Hvað finnst þér erfiðast að gera til að hugsa um heilsuna?
Að borða ekki ís og súkkulaði í öll mál. Og svo er ég gamall Kók Light fíkill og hann bankar stundum uppá. En ef þú ætlar að reyna að fara í gegnum lífið með því að banna þér allt svona, þá getur þú gleymt þessu. Svo er ég afleit í að fara snemma að sofa!

TÍSKA

emanuel
Emanuel Alt er hér til vinstri á myndinni í röndóttum bol.

Átt þér einhverja fyrirmynd þegar kemur að tískunni?
, Caroline De Maigret og Miroslava Duma.

Hvernig spottar þú ný trend?
Ég er Instagram sjúklingur og ætti eiginlega að vera komin með eitthvað svona stalker merki þar. Þar er ég að elta tískuritstjóra, stílista og innkaupalið um allan heim, tímaritin sjálf og svo nokkra vel valda tískubloggara og auðvitað förðunarfræðinga. Annars sit ég við hliðina á ritstjóranum mínum, Álfrúnu Pálsdóttur sem er meira en með allt á hreinu. Það er stórhættulegt að fara með henni að versla, in a good way samt.

Ef þú gætir eignast hvaða flík sem er á eftir… hvaða flík væri það?
Ó jesús. Sko, ég væri til í svarta Manolo Blahnik hæla og Saint Laurent ökklastígvél. Annars myndi ég fara í Saint Laurent eða Céline og eyða öllu þar.

Uppáhalds hönnuður?
Faðir minn, Karl Lagerfeld. Djók. Hann er samt ágætur. Ég ætla að segja Stella McCartney, Tom Ford, Pheobe Philo. Ég er pottþétt að gleyma einhverjum.

Hælar eða flatbotna?
Bæði. Það er time and place fyrir hvort tveggja og veit ég fátt verra en að sjá konur í ljótum hælum, sem kunna ekki að ganga á þeim.

og að lokum… þrjú lífsgildi sem þú reynir að lifa eftir?

-Live While You Are Young (og ég vil meina að maður sé eins ungur og maður ákveður að maður sé)
-If it’s meant to be, it will be.
-You cannot count on anyone – accept your self.
Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest