Bjútí og make-up bloggarinn Jordan Bone (25) fékk sig nýlega fullsadda af leiðinda athugasemdum á YouTube og gerði af því tilefni þetta myndband sem snerti við mörgum.
Hún hefur yfir 17.000 fylgjendur á YouTube sem fylgjast áhugasamir með förðunarkennslunni hennar en fæstir vissu þó fyrirfram að hún væri í raun sitjandi í hjólastól.
Fólk var með leiðinda athugasemdir í sambandi við hvernig hún heldur á burstum og þessháttar, gagnrýndi að svona gæti menntaður meiköpp artisti ekki haldið á burstum.
Í myndbandinu hérna minnir hún okkur á að það er óþarfi að dæma of hratt. Við erum öll að glíma við eitthvað, spurningin er bara hvort og hvernig við sýnum það eða segjum frá því.
Sjálf lenti Jordan í bílslysi fyrir 10 árum sem gerði það að verkum að hún lamaðist fyrir neðan mitti. Í kjölfar slyssins var hún bæði þunglynd og hún segist glíma við margskonar erfiðleika en hún neitaði þó að láta þetta slys ákveða hver hún yrði. Og hún ætlaði ekki að missa karakterinn sinn.
Jordan getur hvorki greitt sér né klætt sig en hún getur málað sig, – og það er einn stærsti sigur sem hún hefur unnið á sjálfri sér segir Jordan í myndbandinu sem hún vonar að veki hugrekki og innblástur hjá einhverjum þeim sem á horfa.
Dugleg þessi flotta 25 ára stelpa… svo ekki sé meira sagt. Hún sannar líka eina ferðina enn að það er betra að vera þunglynd með varalit en þunglynd og ómáluð. Á vel við í lægðinni. Fínasta pepp.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=MMkILprbsK4[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.