Ekki þessi týpa má vafalaust kalla bók sumarsins 2013 en Björg Magnúsdóttir hefur verið vinsæll pistlahöfundur á liðnum misserum. Skáldsagan Ekki þessi týpa er frumraun hennar.
Frekar mætti segja að Ekki þessi týpa sé skáldsaga með sterka tengingu við samtímann. Íslenskt djamm, samskipti kynjanna og lífsgæðakapphlaupið eru meðal annars það sem Björg vefur inn í söguna ásamt frábærlega skemmtilegum aðalpersónum. Æðibunugangur Bjargar og hennar vina var innblástur af mörgum senum í bókinni sem oft á tíðum valda ofsafengnum hlátursköstum. Ég spjallaði við Björg og spurði hana úti í bókina, skvísubókastimpilinn og fyrst hún væri ekki þessi týpa, hvaða týpa þá?
1. Hvað kom til að þú smelltir í þessa bók?
Það hefur alltaf verið á bucket listanum hjá mér. Ég var dálítið lengi að finna út úr því hvers konar stöffi ég ætti að byrja á en markmiðið var fyrst og fremst að byrja einhvers staðar. Enda er óendanlega svalt að hafa gefið út bók.
2. Ekki þessi týpa – hvaða týpa þá?
3. Ertu sjálf búin að vera lengi á lausu og eru lýsingarnar að einhverju leyti fengnar úr þínum eigin reynsluheimi?
4. Á einhver vinkvenna þinna eftir að berja þig í hausinn með bókinni?
5. Ertu búin að skrifa lengi og eru plön um að gefa út fleiri bækur?
6. Hvaða rithöfunda lestu sjálf?
7. Hvernig finnst þér að bókin þín sé kölluð “skvísubók”?
8. Eitthvað að lokum?
Ég verð að deila því með lesendum hversu lánsöm ég er að þekkja heiðurshjónin, mína lagalegu talsmenn og stórvini, Elínu Ósk og Kára Hólmar, sem hafa verið ómetanleg þegar kemur að því að verjast yfirvofandi málshöfðunum vegna útgáfu bókarinnar. Þau eru svona fólk sem allir ættu að leggja sig fram við að kynnast. Takk fyrir.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.