Vatn er minn uppáhalds drykkur. Vatn er hollasti drykkur sem þú finnur og langbest við þorsta. Vatn er gott fyrir líkamann og svo er það ókeypis.
Mörgum finnst ekkert spennandi að bjóða gestum vatn, margir bjóða upp á kaffi eða gos en það er hægt að gera alveg ótrúlega girnilega vatnskönnu með allskyns ávöxtum og grænmeti, sem gaman er að bjóða gestum upp á. Hægt er að mixa fram fullt af uppskriftum og leika sér að setja saman það sem manni finnst gott.
Ekkert er betra en ískalt vatn með klökum og ávöxtum
Hér ætla ég að setja nokkrar hugmyndir hvað getur verið bæði girnilegt og gott í vatni.
- Þunnar sneiðar af appelsínu, Lime og sítrónu / ef þú vilt meira bragð kreistu þá fyrst úr þeim í glasið/könnuna og settu þær svo ofan í.
- Myntulauf
- Agúrka
- Allar tegundir af melónu
- Bláber , jarðaber og hindber
- Basil
- & hvað sem þér dettur í hug!
Svo má auðvitað blanda þessu öllu saman eins og maður vill eða setja bara eitthvað eitt.
Heimildir & myndir :
http://nancycreative.wordpress.com/2010/06/25/feast-your-eyes-on-flavored-water/
http://abeautifulmess.typepad.com/my_weblog/2011/08/3-easy-infused-water-recipes.html