Bjarni Dagur Jónsson fyrrum Bylgjumaður ætlar að mótmæla banni við hundahaldi á Gróttu með frumlegum hætti.
Í dag setti Bjarni húmoríska mynd af gíraffa á Gróttu inn á Facebook hóp fyrir íbúa Seltjarnarness en með henni vill hann mótmæla þessu banni og að hundaeigendur borgi sérstakan skatt af gæludýrum sínum en kattareigendur ekki.
“Umhverfisnefnd Seltjarnarness bannar hunda frá 1. mai,” skrifar Bjarni Dagur á síðuna og útskýrir áfram:
“Samkvæmt bréfi sem ég hundaeigandi á Seltjarnarnesi fæ í pósti er mér bannað frá 1. maí til 15 júli að ganga með hundana mína í bandi eftir göngustígum við Gróttu og kringum Bakkatjörn. Allt framnesið og útnesið bannað hundum þennan tíma. Þetta er gert til að venda fugla. En þarna má fólk á þessum sama tíma hlaupa, skokka, hjóla, aka barnavögnum, spila golf, hlæja, blístra, kalla og hrópa. Kattaeigendur er beðnir um að hafa ketti inni þennan tíma. Ég borga hundaskatt, en kattaeigandinn ekki. Hundar borða ekki fugls unga. Það gera kettir. Hér gildir ekki jafnræðisregla gagnvart gæludýraeigendum ! Þessvegna ætla ég að fá mér gíraffa og fara með hann í göngutúr um Nesið. Það er ekki bannað.”
Ég bíð spennt eftir að sjá Bjarna Dag á vappi með gíraffann sinn á Gróttunni í sumar. Þetta verður eitthvað.
Hitt er svo annað mál að ég er auðvitað alveg sammála Bjarna um að það megi teljast undarlegt að gera hundaeigendum að borga sérstakan skatt og banna svo hundana á vissum svæðum, sem nota bene ganga við taum eigenda sinna, meðan kettir vaða ókeypis upp og gæða sér á fuglaketi.
Spurning hvort ég fái mér ekki bara líka gíraffa? Eða kannski flóðhest?
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.