Pjattrófurnar fara nú af stað með vel valdar spurningar fyrir íslendinga sem hafa látið að sér kveða í hönnun…
Fyrst situr fyrir svörum Birna Karen Einarsdóttir sem hefur verið búsett í Kaupmannahöfn í fjölda ára en rekur verslun á Skólavörðustíg undir nafninu BIRNA.
Nafn: Birna Karen
Aldur: 39 en mjög mjög fljótlega 40
Hjúskaparstaða: Kærasti í 12 ár, 10 ára stelpa og hundur.
Búseta: Vesterbro í Kaupmannahöfn
Ég er fædd án vinstra heilahvels held ég. Ég hef alltaf verið skapandi og þar af leiðandi finnst mér allt vera innblástur.
Hvernig kom það til að þú gerðist hönnuður: Það var alltaf verið að stöðva mig úti á götu og spyrja hvar ég hefði fengið fötin mín. Svo ég ákvað eiginlega bara að gerast fatahönnuður út frá því og hætta að rembast við að verða leikkona. Hér spilaði þó líka inn í að ég er með gölluð raddbönd og var þá búin að fara í þrjár aðgerðir sem virkuðu ekki alveg. Veit ekki hvað ég var að pæla þar sem ég held að ég myndi deyja úr leiðindum sem leikari því ég get alls ekki gert sama hlutinn aftur og aftur.
Hvert sækirðu helst áhrifin: Allstaðar. Ég er fædd án vinstra heilahvels held ég. Ég hef alltaf verið skapandi og þar af leiðandi finnst mér allt vera innblástur. Stundum er það frekar krefjandi þar sem heilinn er í vinnu allan sólarhringinn.
Hver er þinn eftirlætis hönnuður: Enginn sérstakur, en ég á mér hinsvegar uppáhalds flíkur frá mörgum.
Skiptir þig máli að fatnaðurinn sé úr náttúrulegum efnum: Já og líka nei. Gerviefni eru alls ekki það sem þau voru fyrir nokkrum árum og svo eru blönduð efni mjög góð þar sem með smá gerviefni endist flíkin lengur.
Ég myndi þó aldrei hanna þröngan kjól úr polyester. Ég blanda mikið efnum í línunum mínum en nota langmest náttúruleg efni.
Hvað er væntanlegt frá þér: Ég er búin að vinna hægt að þróun BIRNU síðustu 4 ‘seasonin’ og mér finnst ég vera að komast mjög nálægt því rétta með haust og vetrarlínunni 2012. Og það sem er mikilvægast – þeirri hönnun sem mig langar að vera að gera. Ég ætla líka að byrja að selja önnur merki en BIRNA í búðunum mínum. Er búin að kaupa inn fjögur ný merki sem mig hlakkar mikið til að bjóða upp á. Það má segja að ég sé að breyta búðunum í fataskápinn minn. Þar finnur maður fullt af vintage, dýrum og ódýrum merkjum og allt þar á milli.
Hvað myndirðu gera ef þú værir ekki fatahönnuður: Er oft búin að pæla í þessu en hef bara ekki hugmynd.
Uppáhalds tímabil í tískunni/menningunni: Allt nema hippatímabilið.
Hvers vegna eru íslendingar alltaf í dökkum fötum: Eru þeir alltaf í dökkum fötum? Mér finnst reyndar ríkja mikil litadýrð í fatavali hjá flestum sem ég hitti þegar ég á landinu. Nú er ég búin að vera hér í Kaupmannahöfn lengi og hér eru ALLIR (eða því sem næst) alltaf mjög dökkklæddir.
Einfaldasta leiðin til að líta vel út: Vera HAPPY! Án hamingjunnar hefurðu engann séns.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.